SSS
SSS

Mannlíf

Heimildamynd um Höllu Har
Þórarinn Hjálmarsson, sonur Höllu Har og Bára Alexandersdóttir, kona hans, gáfu Láru fallega mynd eftir listakonuna. VF/SigurjónRagnar.
Þriðjudagur 12. nóvember 2024 kl. 11:59

Heimildamynd um Höllu Har

Heimildamynd um Höllu Har, eða Höllu Haraldsdóttur, gler- og myndlistarkonu, var frumsýnd í Bíó Paradís í síðustu viku. Myndin er eftir Láru Z. Ómarsdóttur.

Halla Haraldsdóttir er fædd og uppalin á Siglufirði en bjó lengst af ævi sinnar í Keflavík eða í þrjátíu og fimm ár með Hjálmari Stefánssyni, sem lengi var bankastjóri Samvinnubankans og síðar Landsbankans, og sonum þeirra þremur, Haraldi, Þórarni og Stefáni sem er látinn. Halla lést í nóvember 2023, skömmu eftir að hafa farið til Siglufjarðar með Láru til að rifja upp æsku hennar og upphaf listaferils en fyrstu verkin sýndi hún í búðarglugga þar í bæ árið 1962.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Halla var valin Listamaður Keflavíkur árið 1993 og á mörgum heimilum og stöðum á Suðurnesjum eru verk eftir hana.

Í kynningu um myndina segir: „Hún ólst upp á tímum þegar konur áttu að vera húsmæður og allt sitt líf barðist hún við fordóma í garð kvenna í listsköpun. Til að geta sinnt listsköpun sinni þurfti Halla með ótrúlegri útsjónarsemi að sameina húsmæðrahlutverkið og listamannaferilinn.

Halla var fyrsta konan til að sinna listsköpun sinni búandi á Íslandi og fyrsta konan í lifandi lífi til að sýna á Kjarvalsstöðum. Í myndinni segir Halla sjálf frá ævistarfi sínu og lífi, baráttu sinni við fordómafullt samfélag og hvernig hún tókst á við það mótlæti sem hún varð fyrir.

Stella Baldvinsdóttir og Lilja Sigurðardóttir létu sig ekki vantar á frumsýninguna. 

Bergþóra Bergsteinsdóttir, Jasmina Cranc og Lilja Jóhannsdóttir voru á frumsýningunni.

Þórarinn og fjölskylda brostu framan í ljósmyndarann.

Kunn andlit af sjónvarpsskjánum, Edda Andrésdóttir og Siggi stormur með þeim Báru Alexandersdóttur og Oddnýju Nönnu Stefánsdóttur.