Mannlíf

Síðasta sýningarhelgi og listamenn spjalla
Fimmtudagur 2. mars 2023 kl. 09:32

Síðasta sýningarhelgi og listamenn spjalla

Öll eru velkomin á listamannaspjöll í tilefni síðustu sýningarhelgi, Línur, flækjur og allskonar einkasýningu Guðrúnar Gunnarsdóttur og You Are Here / Jesteś tutaj / Du er her / Þú ert hér með Vena Naskrecka og Michael Richardt, þann 4.-5. mars 2023 í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus Safnahújsum. Aðgangur er ókeypis á viðburðina.

Laugardaginn 4. mars kl. 14:00 verða listamennirnir Vena Naskrecka og Michael Richardt með listamannaspjall um sýningu sína You Are Here / Jesteś tutaj / Du er her / Þú ert hér. Helga Arnbjörg Pálsdóttir sýningarstjóri mun leiða spjallið við listamennina. Listamannaspjallið fer fram á ensku.

Sunnudaginn 5. mars kl. 14:00 verður listamaðurinn Guðrún Gunnarsdóttir með listamannaspjall um einkasýningu sína Línur, flækjur og allskonar. Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri mun leiða spjallið við Guðrúnu og ræða við sýningargesti.