HS Orka
HS Orka

Mannlíf

Skátar skemmta sér vel á Landsmóti
Heiðabúar úr Reykjanesbæ á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 19. júlí 2024 kl. 10:08

Skátar skemmta sér vel á Landsmóti

Heiðabúar úr Reykjanesbæ og fleiri skátafélög eru nú staddir á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni sem lýkur í dag en það hófst fyrir viku síðan, þann 12. júlí. Skátar eru að fagna því að geta aftur komið saman eftir átta ára hlé en fella þurfti síðasta mót niður vegna Covid 19. Á landsmótum skáta er samheldni, gleði og skátaandinn í fyrirrúmi.

Þema landsmóts í ár er „Ólíkir heimar“ sem vísar til þess að á landsmóti eru ekki bara íslenskir skátar heldur koma skátar alls staðar að úr heiminum, enda er skátahreyfing stærsta æskulýðs- og friðarhreyfing í heimi. Skátarnir koma frá ólíkum löndum, hafa ólíkan menningarbakgrunn og tala ólík tungumál en eiga það öll sameiginlegt að vera skátar.

Optical Studio
Optical Studio
Skátar kunna ekki að láta sér leiðast og smá rigning slær ekki á gleðina hjá þeim.

Veglegar tjaldbúðirnar voru reistar fyrir yfir 2.000 skáta og fjölskyldur þeirra og má segja að nýtt bæjarfélag skáta hafi risið á Úlfljótsvatni þessa síðustu viku. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg eins og hike-gönguferðir, sköpunarsmiðjur, bogfimi, klifur og stór þrautasvæði þar sem skátar tókkust á við ýmsar áskoranir og eignuðust nýja vini á sama tíma. 

Stór hluti skátastarfs byggir á þjónustu við samfélagið og því tóku allir skátar mótsins þátt í því að bæta heiminn í einn dag og vinna verkefni sem byggja upp miðstöðina á Úlfljótsvatni.


Meðfylgjandi eru myndir frá Landsmótinu á Facebook (fleiri myndir í myndasafni neðst á síðunni).

Landsmót skáta á Úlfljótsvatni 12.–19. júlí 2024