Sólný Pálsdóttir opnar ljósmyndasýningu
Sólný Pálsdóttir, frá Grindavík, opnaði ljósmyndasýningu í Listasal Saltfisksetursins í dag.
Sólný er kennaramenntuð en ákvað að láta gamlan draum rætast og læra ljósmyndun og er þetta fyrsta sýning hennar. Hún er nemandi í Ljósmyndaskóla Sissu og Leifs og útskrifast þaðan um næstu áramót.
Sýningin ber heitið Gegnumbrot og vísar nafnið m.a. til myndanna sem eru teknar á Holgu, filmuvél sem býður upp á ýmsa möguleika í ljósmyndun. Fyrirsætur Sólnýjar á mörgum myndanna eru systurnar Urður, Áróra og Emilía.
Myndirnar eru allar teknar á uppáhaldstöðum Sólnýjar í Grindavík.
Myndir-VF/IngaSæm