Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttir

Mikill eldur í eggjabúi á Vatnsleysuströnd
VF/Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 17. nóvember 2024 kl. 02:24

Mikill eldur í eggjabúi á Vatnsleysuströnd

Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja vinnur nú að því að ráða niðurlögum elds sem varð vart í eggjabúi Nesbú á Vatnsleysuströnd um miðnætti.

Útkall barst Brunavörnum Suðurnesja þegar klukkan var gengin fjórar mínútur í eitt í nótt. Tíu mínútum síðar var allt tiltækt slökkvilið kallað út.

Viðreisn
Viðreisn

Eldurinn logar í einni byggingu eða skála eggjabúsins. Talsvert logaði upp úr þaki hússins um tíma og eldurinn virðist loga á stóru svæði miðað við drónamyndir sem myndatökumaður Víkurfrétta tók á vettvangi. Þá leggur mikinn reyk frá vettvangi.

Brunavarnir Suðurnesja eru komnar með allan sinn búnað á staðinn, auk þess sem tankbíll er kominn frá Grindavík.

Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort varphænur voru í þessum hluta hússins sem er að brenna.

Myndin var tekin yfir brunavettvang skömmu eftir að slökkvilið kom á vettang og sýnir vel hvað við er að eiga.