Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Viðtal: Heilinn er heillandi rannsóknarefni
Talmeinafræðin er að sögn Júlíusar afar spennandi og gefandi starf. „Eina ástæðan fyrir því að ég kom aldrei heim er sú að ég fór út í þessi vísindi en það er erfitt að gera svona rannsóknir eins og ég fæst við á Íslandi. Þú þarft mikið af peningum og nóg
Laugardagur 9. apríl 2016 kl. 10:14

Viðtal: Heilinn er heillandi rannsóknarefni

Keflvíkingurinn Dr. Júlíus Friðriksson hlaut 1.3 milljarða í rannsóknarstyrk

Keflvíkingurinn Dr. Júlíus Friðriksson, prófessor í talmeinafræði við Suður Karolínu háskóla og samstarfsfélagar hans hlutu á dögunum 11,1 milljón dollara styrk, eða 1.3 milljarða króna frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni. Styrkurinn mun nýtast til þess að stofna vísindamiðstöð sem vinnur að rannsóknum á sviði endurhæfinga eftir heilablóðfall. Júlíus hefur verið í Bandaríkjunum í rúmlega 20 ár, þar sem hann hefur unnið að mikilvægum rannsóknum á þessu sviði.

Júlíus hefur verið búsettur í Bandaríkjunum frá því snemma á tíunda áratugnum. Hann fór til náms árið 1992 en var alfluttur vestra fjórum árum síðar. „Á þeim tíma var vöntun á talmeinafræðingum og mér leist vel á að leggja þetta nám fyrir mig. Þá var þetta nám bara í boði í Bandaríkjunum og því fluttist ég þangað,“ segir Júlíus. Hann stundaði fyrst nám við University of Central Florida í Orlando en þaðan lá leið hans til Tuscon þar sem hann lærði við Arizona háskólann. Eftir að hann lauk námi árið 2001 bauðst honum starf í Suður Karolínufylki þar sem hann er búsettur ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. Júlíus segist kunna vel við sig í Bandaríkjunum en hann kemur reglulega á heimaslóðir til þess að hlaða rafhlöðurnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Spennandi og gefandi starf

Talmeinafræðin er að sögn Júlíusar afar spennandi og gefandi starf. „Eina ástæðan fyrir því að ég kom aldrei heim er sú að ég fór út í þessi vísindi en það er erfitt að gera svona rannsóknir eins og ég fæst við á Íslandi. Þú þarft mikið af peningum og nógu mikið úrtak sjúklinga til þess að nýtast í rannsókninar.“
Rannsóknirnar eiga að mestu hug Júlíusar en hann er prófessor og kenndi taugavísindi við háskólann í South Carolina á sínum tíma. „Ég fór smám saman að færa mig meira í rannsóknir sem ég sinni mest í dag og kenni því mjög lítið. Ég hef ótrúlega gaman af þessu og finnst þetta gefandi starf. Það að vera að svara spurningum sem kannski enginn hefur svarað áður er alltaf spennandi. Þú hefur möguleika á að vinna með fjölmörgu fólki og það er alltaf eitthvað nýtt við að fást. Rannsóknirnar eru alltaf að breytast og verða viðameiri og því fær maður aldrei leið á þessu.“



Í starfi sínu rannsakar Júlíus fyrst og fremst sjúklinga sem hafa orðið fyrir heilaskaða. Hann og samstarfsfólk hans reynir að bæta bata þessara sjúklinga. „Við viljum reyna að skilja heilann betur og þá sérstaklega eftir heilaskaða.“
Styrkurinn sem Júlíus og samstarfsfólk hlaut mun nýtast vel við einmitt þessar rannsóknir. „Styrkurinn gerir okkur kleift að gera þessa rannsókn á miklu stærra sviði. Ef þú vilt fá að vita um eitthvað meðaltal þá þarf úrtakið að vera sem stærst til þess að niðurstöður séu sem áreiðanlegastar.“
Júlíus er mikið á ferðinni í sínu starfi bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. „Það er mikil vöntun á að bæta líf þessara sjúklinga því það er mjög mikið af þeim. Þetta er mjög gefandi og vinnan virðist vera alveg endalaus. Júlíus hefur staðið fyrir rannsóknum á Íslandi og gefið út greinar um rannsóknir sínar. Þegar hann er á heimaslóðum þá ræðir hann við talmeinafræðinga og er í góðu sambandi við þá.

Körfubolti og sveitasæla

Heimahagarnir toga reglulega í Júlíus og fjölskyldu en Júlíus heldur góðu sambandi við gömlu félagana úr Keflavík. Stelpurnar hans eru vanar að heimsækja ættingja hér heima og gjarnan verja þau jólunum á Íslandi. Á sínum tíma var Júlíus liðtækur í körfuboltanum og spilaði með meistaraflokki Keflavíkur í nokkurn tíma. „Það var gífurlega góður tími. Ég get ekki sagt að ég sé mjög vel inn í körfunni núna en þetta engu að síður það sem fjölskyldan heima ræðir um. Hvernig körfu- og fótboltaliðinum gengur og þar fram eftir götunum. Maður fylgist líka vel með á Facebook.“  Körfuboltaáhuginn er sannarlega enn til staðar. „Ég fer helst árlega til Arizona í gamla háskólann minn og horfi á leiki með gömlu skólafélögunum,“ en skólinn er þekktur fyrir gott körfuboltalið.

Júlíus hefur gaman af því að losna frá amstri dagsins og kíkja í sveitasæluna á Íslandi. „Mér finnst alltaf gott að koma heim og heimsækja bústað foreldra minna í Borgarfirði. Þar er rólegt og gott, mér finnst alltaf gott að vera á Íslandi,“ segir Dr. Júlíus að lokum.