Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Hvatningin: Þetta byrjar  allt  í kollinum á okkur
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
laugardaginn 23. nóvember 2019 kl. 08:02

Hvatningin: Þetta byrjar allt í kollinum á okkur

Ég nenni ekki að hreyfa mig eða fara á æfingu. Kannast einhver við þetta?    

Ég er búin að stunda líkamsrækt í mörg ár og alltaf annað slagið kemur upp í huga mér að ég nenni ekki á æfingu. En hvað geri ég þá? Ég reyni eftir bestu getu að hugsa sem minnst og nota slagorð NIKE: „Just do it!“ og dríf mig á æfingu áður en afsökunum fjölgar í kollinum mínum, um það af hverju ég ætti nú ekki að fara á æfingu. Ef afsökununum fer að fjölga þá minni ég sjálfa mig á að eftir því sem að afsökununum fjölgar, þeim mun meira þarf ég á því að halda að drífa mig á æfinguna. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta byrjar allt í kollinum á okkur, með einni hugsun og við ein getum breytt hugsunum okkar. Það er svo magnað. Þannig að ef að þú ert að berjast á móti því að byrja að æfa eða að drífa þig á æfingu, þá er bara málið að breyta hugsun þinni.

Þá finnst mér líka oft gott að hvetja sjálfa mig, segja til dæmis enska orðið „YES“ með áherslu.

Gangi þér vel og mundu að: „U CAN DO IT! YEEESSS!“

Guðbjörg Jónsdóttir
Lífsstílsleiðbeinandi Herbalife
Hlaupastílskennari
ÍAK-einkaþjálfari
24FitCampCoach
Þýskukennari