Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Metnaðarfull og skipulögð
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
þriðjudaginn 19. apríl 2022 kl. 11:24

Metnaðarfull og skipulögð

Inga Bryndís Pétursdóttir er fimmtán ára og kemur frá Keflavík. Hún spilar körfubolta og er í nemendaráði Heiðarskóla. Henni finnst gaman að baka, skíða og vera í kringum vini og fjölskyldu. Inga Bryndís er ungmenni vikunnar.

Í hvaða bekk ertu?
Í 10. bekk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hvaða skóla ertu?
Heiðarskóla.

Hvað gerir þú utan skóla?
Ég fer á æfingar, bæði körfubolta og Metabolic. Ég reyni að læra þegar ég hef frítíma og hitti stundum vini mína á kvöldin.

Hvert er skemmtilegasta fagið?
Að mínu mati er það klárlega stærðfræði. Ég hef einhvern veginn alltaf átt nokkuð auðvelt með hana, sem gerir hana svo skemmtilega.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Verður maður ekki að segja Kiddi? Hann er nú þegar frægur fyrir TikTok, þannig ætli hann haldi því ekki bara áfram.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Mjög líklega þegar við vorum krakkarnir úti í fótbolta í frímínútum og einhver dúndraði boltanum óvart yfir markið og hann endaði beint á hausnum á stelpu sem var á körfuboltavellinum. Maður ætti kannski ekki af hlæja af þessu en ég held ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Ég held ég verði að segja Jón Logi vegna þess að hann er soddan klaufi, alltaf á hausnum og það er hægt að hlæja frekar mikið af því.

Hver eru áhugamálin þín?
Áhugamálin mín eru að fara á skíði, ferðast, körfubolti, vera með vinum og fjölskyldu, lesa bækur og baka eitthvað djúsí.

Hvað hræðistu mest?
Myrkrið, ég er mjög myrkfælin.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá held ég að ég hafi aldrei átt uppáhaldslag.

Hver er þinn helsti kostur?
Ég er mjög skipulögð og vill hafa allt í röð og reglu.

Hver er þinn helsti galli?
Ég myndi segja að minn helsti galli sé sá að ég get stundum verið aðeins of hreinskilin. Segi hreinlega bara beint út hvað mér finnst og sé svo eftir því seinna.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Snapchat er mest notað í símanum mínum, ég tala eiginlega bara við vini mina þar.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Bara hvað allir eru alltaf peppaðir í að gera allskonar hluti. Maður þarf varla að spyrja og þá eru allir tilbúnir að vera með.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Ég ætla að halda áfram í námi, eins og staðan er núna er ég að stefna annað hvort á Kvennó eða MR.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Metnaðarfull.