HS Orka
HS Orka

Viðskipti

Nýr eigandi Verne ætlar að fjórfalda afkastagetu gagnaversins
Föstudagur 22. mars 2024 kl. 06:07

Nýr eigandi Verne ætlar að fjórfalda afkastagetu gagnaversins

Fjárfestinga- og sjóðastýringafyrirtækið Aridan hefur gengið frá kaupum á 100% hlut af eigendum Verne. Gagnaverið á Ásbrú er eitt það stærsta á Íslandi og er rekið af endurnýjanlegri orku að öllu leyti, styðst við náttúrulega kælingu og er með mikla orkunýtingu.

Í tilkynningu frá nýjum eiganda segir að fyrirtækið muni leggja rúmlega 1,2 milljarða Bandaríkjadala til að fjármagna sjálfbæran vöxt í Norður Evrópu. Þá hefur nýr eigandi í hyggju að fjórfalda afkastagetu Verne næstu árin en þau voru 23 megavött 2023.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Verne hóf rekstur á Ásbrú árið 2012 og hefur hann vaxið jafnt og þétt allar götur síðan. Verne var fyrsta gagnaverið á Íslandi.