Rúmfatalagerinn opnar í Reykjanesbæ
Rúmfatalagerinn opnar nýja verslun seinni hluta maímánaðar að Fitjum í Reykjanesbæ. Nýja verslunin er í húsnæði sem áður hýsti Hagkaup og deilir inngangi með Bónus.
Verslun Rúmfatalagersins að Fitjum er sú fyrsta á Íslandi sem byggir á nýju útliti frá JYSK, en þar er notast við ný hillukerfi og uppstillingar sem gefa nýjan og ferskan blæ á vel þekkt verslunarrými Rúmfatalagersins, viðskiptavinum til hagsbóta og hægðarauka, segir í tilkynningu frá Rúmfatalagernum.
„Við erum afskaplega ánægð að geta boðið íbúum Reykjanesbæjar í heimsókn til okkar í nýtt og skemmtilegt verslunarumhverfi. Verslunin er hönnuð með þægindi og notagildi fyrir viðskiptavini í huga og það gleður okkur að verslunin að Fitjum sé sú fyrsta í þessu nýja útliti. Þá bjóðum við nýtt starfsfólk Rúmfatalagersins velkomið til starfa,“ segir Björn Ingi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Rúmfatalagersins.