Valhöll
Valhöll

Aðsent

Upphaf skólaárs, jöfn tækifæri fyrir nemendur
Föstudagur 11. október 2024 kl. 06:02

Upphaf skólaárs, jöfn tækifæri fyrir nemendur

Nú þegar haustið gengur í garð og skólarnir byrja fara námsmenn að efla sína þekkingu eftir fjölbreyttum námsleiðum. Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) eru skráðir um 1.300 nemendur sem þreyta allskyns námsbrautir og eru námsleiðirnar fjölbreyttar, í takt við  fjölmenningarsamfélagið okkar.

Öll eigum við að hafa jafnan aðgang til menntunar, óháð fjárhag heimilisins. Það eru grundvallar mannréttindi í hag okkar allra.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Að mörgu er að hyggja þegar unga fólkið okkar hefur nám við framhaldsskóla og margt sem þarf að huga að eins og námsgögn sem geta kostað tugi þúsunda. Haustið 2024 hóf Reykjanesbær það merkilega nýja verkefni sem snýr að jöfnunartækifæri nemenda á framhaldsskólastigi. Sveitarfélagið innleiddi námsstyrk til ungmenna á aldrinum 16 til 18 ára sem eiga foreldra á fjárhagsaðstoð. Styrkurinn er tölvustyrkur sem veitir aðgang að jöfnum tækifærum til náms óháð fjárhag heimilisins þar sem þessi ungmenni fá fartölvu sem námsgagn frá sveitarfélaginu til afnota meðan á námi þeirra stendur. Þessi hugmynd er tilkomin út frá samtali við nemendur FS.

Það ber að fagna góðum hugmyndum sem eru til bóta fyrir alla. Saman getum við gert samfélagið okkar betra með stuðningi við þá sem þurfa mest á því að halda. Þrátt fyrir oft á tíðum erfiða fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar og aðhald í rekstri, þá náðum við að koma þessu í farveg og það til framtíðar. Sá styrkleiki sem skiptir hvað mestu máli fyrir börnin okkar og ungmennin, er góð menntun sem getur bætt stöðu þeirra og stuðlað að betra lífsviðurværi.

Velferðarráð vill þakka starfsfólki Reykjanesbæjar og starfsfólki Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir vinnu sem þessa, vinnu sem fjölbreytt heild náði að koma þessum frábæra, mikilvæga tölvustyrk í gagnið.

Sigurrós Antonsdóttir,
formaður velferðarráðs og bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar.