Óperugala Norðuróps
Óperugala Norðuróps

Fréttir

Áfram kvikusöfnun og Þorbjörn upp um hálfan sentimetra á sólarhring
GPS mælir á toppi fjallsins Þorbjarnar í janúar 2020. GPS mælar eru hluti mælanetsins sem greinir landris. Ljósmynd: Benedikt G. Ófeigsson.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 7. nóvember 2023 kl. 12:41

Áfram kvikusöfnun og Þorbjörn upp um hálfan sentimetra á sólarhring

Kvikusöfnun heldur áfram á svæðinu norðvestan við Þorbjörn á um fimm kílómetra dýpi. Ekkert lát er á landrisi á svæðinu og síðasta sólarhringinn sýna nokkrar mælistöðvar landris upp á um hálfan sentimetra. Ný gervihnattagögn staðfesta áframhaldandi landris.

GPS mælir á Þorbirni reis um hálfan sentimetra síðasta sólarhringinn og hefur risið um 7,5 sentimetra á þeim hálfa mánuði sem hrinan hefur staðið yfir. Sama á við um mælistöðina í Svartsengi. Þá eru þessir mælar einnig að sýna hliðrun, þannig að þeir eru ekki bara á leiðinni beint upp.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vekur athygli á mælistöðinni í Skipastígshrauni í færslu á fésbókinni í morgun. Hann bendir þar á að landrisið á þeirri stöð mælist um níu sentimetrar frá 20. október. Mælistöðin í Skipastígshrauni (SKSH) er fyrir vestan Norðurljósaveginn svokallaða við slóðann í áttina að Eldvörpum.

Á vefnum map.is má skoða staðsetningar jarðskjálfta. Hér eru helstu skjálftaupptök við Grindavík síðasta sólarhringinn.