Mánudagur 3. febrúar 2025 kl. 09:15
Erilsamur janúarmánuður hjá Brunavörnum Suðurnesja
Brunavarnir Suðurnesja höfðu í nægu að snúast í sjúkraflutningum og á dælubílum í fyrsta mánuði þessa árs. Alls voru 384 útköll á sjúkrabíla í janúar og af þeim voru 100 boðanir á forgangi F1 og F2 sem er hæsti forgangur. Slökkvilið fékk 26 útköll og af þeim voru fimmtán á forgangi F1 og F2.