Verkföll hafin í Holti og Heiðarskóla
Verkföll eru því skollin á meðal félagsmanna Félags leikskólakennara, Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands, sem starfa í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víða um landið eftir að samningafundi í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og ríkisins hins vegar lauk í gær án árangurs.
Leikskólinn Holt og Heiðarskóli eru meðal þeirra skóla sem verkfallsaðgerðir ná til. Hjá starfsfólki Holts eru verkfallsaðgerðir ótímabundnar en í Heiðarskóla standa verkfallsaðgerðir til 21. febrúar næstkomandi, hafi samningar ekki náðst.
Verkföllum var frestað 29. nóvember síðastliðinn og sett á friðarskylda til 1. febrúar. Þar sem friðarskylda er ekki lengur við lýði má búast við að undirbúningur frekari verkfallsaðgerða hefjist nú, segir á vefsíðu Kennarasambands Íslands.