Setja upp ljósaskilti við Hljómahöll
Óskað hefur verið heimildar fyrir LED-skilti á horn Hjallavegar og Njarðarbrautar á lóð Hljómahallar í Reykjanesbæ í stað skiltis með prentuðum auglýsingum og lýsingu.
Hugsunin sú að kaupa LED-skilti sem eru sem næst þeim hlutföllum sem eru á núverandi skilti sem er þrír metrar að breidd og tveir metrar á hæð. Skiltið vísar í suðurátt að Ytri-Njarðvíkurkirkju. Erindið var grenndarkynnt. Engin andmæli bárust og hefur umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkt erindið.