Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átján ábendingar um lykt og reyk í gær
Eftirlitsmenn Umhverfisstofnunar fóru í kísilver United Silicon í gær.
Fimmtudagur 8. desember 2016 kl. 06:00

Átján ábendingar um lykt og reyk í gær

- Erfitt að leggja mat á uppruna lyktar- og reykmengunar, samkvæmt eftirlitsmönnum Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun hafði fengið sendar 18 ábendingar um reyk og lykt í Reykjanesbæ í gær um klukkan 17:00. Eftirlitsmenn frá stofnuninni fóru í verksmiðju United Silicon í Helguvík eftir hádegi og voru á svæðinu í um tvo klukkutíma, á milli klukkan 13:30 og 15:30. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun sáust ekki ummerki um reyk á þeim tíma og lykt mjög lítil nema aðeins viðarbrunalykt alveg við ofninn inni í verksmiðjuhúsinu. Eftirlitsmenn fóru í hesthúsahverfið á Mánagrund og þar fannst engin lykt. Ekki sáust ummerki um reyk frá verksmiðju United Silicon meðan á eftirlitinu stóð.

Við eftirlit Umhverfisstofnunar kom fram að slökkt hafi verið á ofni kísilversins á mánudagskvöld um klukkan 22:00 og ekki verið kveikt á honum síðan. „Því kemur það mjög á óvart að svo margar kvartanir hafi borist í dag og vekur spurningar um upprunann sem erfitt er að leggja mat á. Það komu kvartanir á meðan á eftirliti stóð sem eftirlitsmenn geta ekki staðfest að eigi uppruna sinn hjá verksmiðjunni. Við munum halda áfram að skoða þetta mál og reynum að fylgjast vel með,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri eftirlitsteymis hjá Umhverfisstofnun. Þá segir hún gott að fá ábendingar um lykt og reyk og enn betra ef myndir fylgja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má sjá stiklu úr nýjasta þætti Suðurnesjamagasíns Sjónvarps Víkurfrétta