Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Birgir Þórarinsson gengur úr Miðflokknum og yfir í Sjálfstæðisflokkinn
Birgir ásamt konu sinni á kjörstað í september sl. VF-mynd/hilmarbragi.
Laugardagur 9. október 2021 kl. 08:45

Birgir Þórarinsson gengur úr Miðflokknum og yfir í Sjálfstæðisflokkinn

Margir ósáttir við ákvörðun Birgis

Birgir Þórarinsson, fyrsti þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi hefur sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. 

Hann greinir frá því í Morgunblaðinu í morgun og segir ástæðuna vera sú að ekki ríki traust á milli hans og forystu flokksins.

Birgir segir að málið eigi sér langan aðdraganda, allt aftur til gagnrýni hans á Klausturmálið. Birgir verður því 17. þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann segir í viðtalinu að hann eigi meiri samleið með honum en Framsóknarflokknum sem hann var í áður en hann gekk til liðs við Miðflokkinn. 

Birgir fær kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum þar sem margir lýsa þessari ákvörðun sem svikum. Bæjarfulltrúinn Hallfríður Hólmgrímsdóttir í Grindavík er ein þeirra og er mjög ósátt við ákvörðun Birgis. „Ég á ekki til orð, þetta eru svik við kjós­end­ur, svik við fólkið sem er búið að hlaupa horn­anna á milli og standa vakt­ina fyr­ir hann,“ seg­ir Hall­fríður í sam­tali við mbl.is.

Hall­fríður seg­ir ákvörðun Birg­is hafa komið sér á óvart og hafn­ar ásök­un­um hans um að lyk­ilfólk flokks­ins treysti hon­um ekki.