Fréttir

Framtíðarsjóður Sveitarfélagsins Garðs ekki lengur til
Laugardagur 29. mars 2025 kl. 06:10

Framtíðarsjóður Sveitarfélagsins Garðs ekki lengur til

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar tók í janúar síðastliðnum til umfjöllunar tillögu fulltrúa D, O og S-lista, ásamt greinargerð, um að bæjarstjórn samþykki að fella úr gildi samþykkt fyrir Framtíðarsjóð Sveitarfélagsins Garðs. Bæjarstjórn samþykkti tillögu og að henni væri vísað til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn, eins og kveðið er á um í samþykktinni.

Á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar var samþykkt með átta atkvæðum bæjarfulltrúa B, D, O og S lista að fella úr gildi samþykkt fyrir Framtíðarsjóð Sveitarfélagsins Garðs, eftir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúi Magnús Sigfús Magnússon sat hjá við afgreiðsluna.

VF Krossmói
VF Krossmói