Umsækjendum um fjárhagsaðstoð fækkaði verulega
Með skýrara utanumhaldi og markvissu samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Vinnumálastofnun hefur náðst að vinna með markvissari hætti að því að fylgja eftir málum umsækjenda um fjárhagsaðstoð hjá Reykjanesbæ út frá aðstæðum hvers og eins. Þetta kemur fram í gögnum velferðarráðs Reykjanesbæjar. Þar lagði Hilma H. Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, fram upplýsingar um fjárhagsaðstoð Reykjanesbæjar, en fyrirspurn um málið kom fram frá fulltrúa D-lista á fundi bæjarstjórnar þann 18. febrúar 2024.
Með þessum aðgerðum hefur umsækjendum um fjárhagsaðstoð fækkað verulega á milli ára, en árin 2022 og 2023 voru velferðarsviðinu þungbær og fjölgaði mikið og hratt í hópi þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu.