Eldur á byggingasvæði í Garði
Tilkynnt var um eld í nýbyggingu í Teigahverfi í Garðinum í nótt. Þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang logaði eldur í vinnuskúr á byggingasvæðinu og mikinn reyk lagði frá brunastað.
Slökkvistarfið tók um tvær klukkustundir og gekk vel. Við slökkvistarfið voru notaðir 2000 lítrar af vatni og 10 lítrar af One/Seven froðu, segir í fésbóknarfærslu frá Brunavörnum Suðurnesja.