Bus4u hefur augastað á Grænási
Bus4u hefur óskað eftir samstarfi við Reykjanesbæ til þess að þróa nýtt svæði fyrir fyrirtækið til framtíðar. Fyrirtækið horfir sérstaklega til VÞ3, sem er svæði í Grænási, norðan Grænásbrautar og neðan Reykjanesbrautar.
Umhverfis- og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að kanna fýsileika þess að þróa svæðið fyrir miðstöð almenningssamgangna og lóðir undir starfsemi fyrirtækja í farþegaflutningum.