Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Einn fluttur á sjúkrahús og veitingastaður mikið skemmdur
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja við veitingastaðinn sem varð eldi að bráð í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 21. júní 2020 kl. 11:10

Einn fluttur á sjúkrahús og veitingastaður mikið skemmdur

Einn var fluttur á sjúkrahús í morgun með reykeitrun eftir að hafa reynt að slökkva eld í eldhúsi veitingastaðarins Kebab House við Hafnargötu í Keflavík.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögregla fengu útkall þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í tíu í morgun um eld að Hafnargötu 32 í Keflavík. Þar eru verslanir og veitingahús á jarðhæð en íbúðir á efri hæðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar lögregla kom á staðinn hafði einstaklingur reynt að slökkva eld í eldhúsi veitingastaðarins. Lögreglumenn fluttu hann þegar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna gruns um reykeitrun.

Slökkvistarf gekk vel að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Talsverður hiti var þó í rýminu sem brann og er veitingastaðurinn mikið skemmdur.

Reykræsta þurfti íbúðir á efri hæðum hússins en reykur hafði komist inn á stigagang og inn í þær íbúðir sem voru opnar eftir að íbúar höfðu yfirgefið þær.

Slökkvistarfi lauk á ellefta tímanum og hefur rannsóknardeild lögreglu tekið við vettvangi.


Frá vettvangi brunans í morgun.

Svona er umhorfs inni á vetingastaðnum. Hann er mikið skemmdur eftir brunann í morgun.

Tjarnargötu var lokað þar sem vatn var sótt á brunahana á horni Tjarnargötu og Túngötu.