Thelma Dís og Guðmundur Leo eru íþróttafólk Reykjanesbæjar 2024
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar heiðraði íþróttafólk sveitarfélagsins við glæsilega athöfn sem var haldin í Stapa í dag. Körfuknattleikskonan Thelma Dís Ágústsdóttir og sundkappinn Guðmundur Leo Rafnsson voru valin íþróttakona og íþróttamaður Reykjanesbæjar 2024 en bæði áttu þau frábæru gengi að fagna á síðasta ári.
Það var nánast húsfyllir í Stapa og tókst verðlaunaafhengindin með eindæmum vel. Víkurfréttir voru á staðnum og á morgun verður fjallað nánar um þá sem hlutu viðurkenningar á vef Víkurfrétta, vf.is. Þá verða einnig birt viðtöl við þau Thelmu Dís og Guðmund Leo sem voru tekin eftir að valið var kunngert.