Karlalið Njarðvíkur komið í sumarfrí en kvennalið Grindavíkur leikur oddaleik í kvöld gegn Haukum
8-liða úrslitum Bónusdeildar karla lauk í gær og hafa Njarðvíkingar lokið leik. Þeir töpuðu fyrir Álftanesi, 104-89 og rimmunni þar með 3-1.
8-liða úrslitum kvenna lýkur í kvöld en þá mætir Grindavík deildarmeisturum Hauka á útivelli í hreinum úrslitaleik um að komast í undanúrslit.
Álftnesingar voru betri aðilinn allan tímann í gær og Njarðvíkingar voru í raun aldrei líklegir til að koma seríunni aftur heim til Njarðvíkur í hreinan úrslitaleik. Álftanes leiddi eftir fyrsta fjórðunginn með níu stigum, 31-22 og unnu alla leikhlutana svo Njarðvík náði aldrei að ógna sigrinum. Það var dýrkeypt fyrir Njarðvík að tapa fyrsta leiknum á heimavelli en eftir að hafa lent 0-2 undir sýndu þeir frábæra frammistöðu undir lok fyrri hálfleiks í leik þrjú og voru frábærir í seinni hálfleik, en náðu ekki að taka þá frammistöðu með sér í fjórða leikinn í gærkvöldi.
Tölfræði leiks:
Álftanes: Justin James 26/12 fráköst, Dimitrios Klonaras 22/12 fráköst, Haukur Helgi Briem Pálsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Lukas Palyza 10, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/6 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 8, Dino Stipcic 5, Tómas Þórður Hilmarsson 4, David Okeke 0, Hjörtur Kristjánsson 0, Viktor Máni Steffensen 0, Almar Orn Bjornsson 0.
Njarðvík: Khalil Shabazz 31/5 fráköst, Dwayne Lautier-Ogunleye 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Isaiah Coddon 14, Veigar Páll Alexandersson 11/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 7/5 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 6, Mario Matasovic 5, Guðmundur Aron Jóhannesson 0, Maciek Stanislav Baginski 0, Brynjar Kári Gunnarsson 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Patrik Joe Birmingham 0.
Áhorfendur: 817
Viðureign: 3-1
Njarðvíkingar eru þ.a.l. komnir í sumarfrí og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir munu stilla upp liði sínu á næsta tímabili.
Bónusdeild kvenna
Grindavík mætir liði Hauka í hreinum úrslitaleik um síðasta sætið í undanúrslitum Bónusdeildar kvenna og fer leikurinn fram í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Grindavík vann fyrstu tvo leikina en töpuðu þeim þriðja naumlega. Fyrirliðinn Hulda Björg Ólafsdóttir sleit krossband í fyrsta leiknum og hefur lokið leik og miðherjinn Ísabella Ósk Sigurðardóttir var ekki með í síðasta leik þar sem hún lenti í bílsslysi. Ekki er vitað þegar þessi orð eru rituð, hvort hún verði með Grindavík í kvöld.
Grindvíkingar eru hvattir til að fjölmenna í Ólafssal í kvöld.