Fjármagnið haldist í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga styður það heils hugar að róið sé að því öllum árum að tryggja að fjármagnið sem er í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja, haldist þar og sé nýtt til eflingu nýsköpunar og atvinnuþróunar á Suðurnesjum.
Þetta kemur fram í afgreiðslu á beiðni frá Reykjanesbæ um afstöðu sveitarfélagsins til kaupa á stærri hlut í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja.