Getur komið upp nær Grindavík
Virknin er að færast í suður og nær Grindavík. Þetta sagði Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur á RÚV núna áðan. Rýming í Grindavík gengur vel.
„Skjálftavirknin hefur yfirleitt verið mest milli Sýlingarfells og Stóra Skógfells og þar hafa síðustu gos komið upp en nú færir virknin sig sunnar í átt að Sundhnúk og er mest milli Þorbjarnar og Sýlingarfells, nær Grindavík. Eldgos gæti komið þar upp,“ segir í færslu á fréttaveitu RÚV.