Guðrún í formannskjör Sjálfstæðisflokksins
Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, gefur kost á sér til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta kom fram á fundi Guðrúnar með stuðningsmönnum sínum fyrr í dag.
Á fundinum sagði hún Sjálfstæðisflokkinn í vanda og á krossgötum eftir að hafa fengið slæma útreið í alþingiskosningum seint á síðasta ári.
Guðrún segist vilja vera sameinandi afl sem muni nýtast flokknum í því verkefni sem framundan er. Hún vilji leiða Sjálfstæðisflokkinn til farsællar framtíðar og vinna Íslandi heilt.
Upptaka frá fundinum er í spilara.