Fréttir

Hætti við lendingu vegna flugvélar á flugbraut
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 31. ágúst 2022 kl. 21:05

Hætti við lendingu vegna flugvélar á flugbraut

Flugvél Icelandair sem var að koma frá Munchen um miðjan dag í dag þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli vegna þess að önnur vél var á flugbrautinni. Vélin tók aukahring og lenti skömmu síðar. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Víkurfréttir

Um sama leyti og atvikið átti sér stað var nokkur ókyrrð í kringum Keflavíkurflugvöll vegna veðuraðstæðna.