Hjördís Eva til farsældar barna
Hjördís Eva Þórðardóttir hefur verið ráðin í stöðu verkefnastjóra farsældar barna.
Hjördís Eva býr yfir viðamikilli reynslu í opinberri stefnumótun, árangursmælingum og alþjóðlegu samstarfi, með sérstakri áherslu á farsæld og réttindi barna. Hún er með BS.c í sálfræði frá HÍ og MA í stefnumótun og innleiðingu opinberrar stefnumótunar í þágu barna frá Háskólanum í Stokkhólmi.
Faghópur, skipaður sviðsstjórum velferðarþjónusta á Suðurnesjum hafði umsjón með úrvinnslu umsókna og mat í á umsækjendum. Í faghópnum sátu Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs Grindavíkurbæjar, Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Suðurnesjabæjar og Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar.
Markmið verkefnisins er að koma á fót farsældarráði á Suðurnesjum í þágu farsældar barna. Um er að ræða tímabundna ráðningu til tveggja ára sem byggir á samningi milli SSS og Mennta-og barnamálaráðuneytisins.
Hjördís Eva mun vinna að því að efla farsæld barna á Suðurnesjum í samræmi við ný farsældarlög. Mun hún m.a. fylgja eftir innleiðingu farsældarlaganna, styðja sveitarfélög, stofnanir og þjónustuaðila við börn og koma á svæðisbundnu samráði.