HSS
HSS

Fréttir

Kristín María ráðin upplýsinga- og markaðsfulltrúi
Miðvikudagur 19. desember 2018 kl. 10:35

Kristín María ráðin upplýsinga- og markaðsfulltrúi

Kristín María Birgisdóttir hefur verið ráðin upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar. Um nýtt starf er að ræða en upplýsingamálum bæjarins sinnti áður Siggeir Ævarsson. Með nýju starfi er markaðs- og ferðaþjónustumálum gefið aukið vægi. Vefur Grindavíkurbæjar greinir frá þessu.
 
Kristín María hefur starfað sem kennari við Grunnskóla Grindavíkur í 10 ár. Hún var auk þess bæjarfulltrúi frá árinu 2010 fram að síðustu sveitarstjórnarkosningum. Kristín María sat í stjórn Kvikunnar, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur í 6 ár. Þá var hún m.a. varamaður í umhverfis- og ferðamálanefnd bæjarins í 4 ár. Hún hefur verið stjórnarformaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum í 5 ár og situr einnig í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Samhliða háskólanámi sínu starfaði Kristín María sem fréttamaður, bæði á RÚV og Stöð 2. 
 
Kristín María stundaði nám við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA prófi í stjórnmálafræði. Þá er hún með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla frá Háskólanum á Akureyri. Kristín María lýkur MS prófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands í vor en undanfarin misseri hefur hún unnið að lokaverkefninu. 
 
Kristínu Maríu er óskað til hamingju með nýja stöðu og hún boðin velkomin til starfa. Jafnframt er Siggeiri þakkað fyrir vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
 
Aðrir umsækjendur um starfið voru:
 
Baldur Guðmundsson, Reykjanesbær
Berglind Bergmann, Kópavogur
Berglind Ólafsdóttir, Reykjavík
Birna Rún Arnardóttir, Grindavík
Bjarni Hallfreðsson, Grindavík
Dagmar Jóna Elvarsdóttir, Grindavík
Dóra Magnúsdóttir, Reykjavík
Egill Ólafsson, Reykjanesbær
Einar Gíslason, Sviss
Erla Björg Jensdóttir, Grindavík
Guðlaugur Magnússon, Reykjavík
Guðmundur Breiðfjörð, Reykjavík
Guðmundur Örn Sverrisson, Grindavík
Jorge Neto, Garðabær
Jón Ágúst Pálmason, Reykjanesbær
Þórunn Sigurðardóttir, Reykjavík