VF Krossmói
VF Krossmói

Fréttir

Málþing um íþróttastarf fatlaðra á Suðurnesjum
Miðvikudagur 19. mars 2025 kl. 09:42

Málþing um íþróttastarf fatlaðra á Suðurnesjum

Mánudaginn 24. mars kl. 17-19 verður haldið málþing um íþróttastarf fatlaðra á Suðurnesjum í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Málþingið er samstarfsverkefni NES - íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum, Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Íþróttabandalags Suðurnesja og Íþróttasambands fatlaðra. 

Markmið málþingsins er að leiða saman alla hagaðila, forsvarsfólk íþróttafélaga, þjálfara, sveitastjórnarfólk, foreldra barna með fatlanir og aðra áhugasama til þess að velta steinum um málefnið og leita leiða til þess að efla íþróttastarf og auka þátttöku barna og ungmenna með fatlanir á Suðurnesjum. 

Tónlistarskóli RNB tónleikar
Tónlistarskóli RNB tónleikar

Þátttaka fatlaðra í skipulögðu íþróttastarfi er 4% á landsvísu og er þátttaka á Suðurnesjum enn lægri. Því er ljóst að mikil þörf er á því að fara í markvissar aðgerðir til þess að snúa þessari þróun til betri vegar.

Á málþinginu verða fimm erindi þar sem hagsmunaaðilar úr íþróttahreyfingunni munu deila reynslu sinni og þekkingu og varpa ljósi á stöðu mála eins og hún blasir við í dag, þeim hindrunum sem í veginum eru og mögulegum sóknarfærum fyrir íþróttastarf fatlaðra. 

Í kjölfar erinda verða umræður og vinnuhópar þar sem þátttakendum gefst kostur á að hafa bein áhrif og koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri, segir í tilkynningu frá aðstandendum málþingsins.