Fréttir

Myndasafn: Grindavíkurvegurinn undir hrauni og raflínan ónýt
Það verður langt í að Grindavíkurvegur opni að nýju á þessum slóðum. VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 30. maí 2024 kl. 18:09

Myndasafn: Grindavíkurvegurinn undir hrauni og raflínan ónýt

Það verður ekki hlaupið að því að leggja Grindavíkurveg að nýju um gamlar slóðir. Gríðarlegt magn af hrauni rann yfir svæðið þar sem vegurinn var, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Hilmar Bragi tók með flygildi í Grindavík í dag.

Auk þess að vegurinn fór undir hraun þá eyðilagðist rafstrengur sem hafði verið lagður yfir hraunið frá 14. janúar. Möstur sem héldu línunni uppi féllu eftir að hafa orðið hita og eldi að bráð.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Unnið er að því í samstarfi við Almannavarnir að fara í bráðaaðgerðir til að koma rafmagni á bæinn aftur þar sem ljóst er að nokkurn tíma mun taka að lagfæra skemmdirnar. Enn er virkni í eldgosinu og áhersla lögð á að fyllsta öryggis sé gætt. Fyrsta skref er undirbúningur við að koma varaafli á bæinn og er sú vinna hafin. Þá urðu fleiri rafmagnsstrengir við Grindavík fyrir skemmdum vegna hraunflæðis og er verið að skoða leiðir til að koma þeim aftur í gagnið.

Sjáið myndasafn hér að neðan:

Hraun yfir Grindavíkurveg og fallin raflína