Fréttir

Nú skelfur við Sundhnjúkagíga
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 10. nóvember 2023 kl. 09:54

Nú skelfur við Sundhnjúkagíga

Tæplega 23.000 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst 25. október við Þorbjörn vegna landriss. Þrír stærstu skjálftarnir í hrinunni urðu í fyrrinótt. Veðurstofa Íslands hefur yfirfarið þá og staðferst stærðir.

Öflugasti skjálftinn var M4,8 að stærð og varð 3,4 km NNV af Grindavík kl. 00:46 þann 9. nóvember. Annar Skjálfti upp á M4,7 varð 3,2 km N af Grindavík kl. 01:24 og þriðji fjarkinn, sá af stærðinni M4,6, varð 3,7 km NV af Grindavík kl. 02:57.

SSS
SSS

Tiltölulega rólegt var yfir skjálftasvæðinu í gærdag og nótt en í morgun hafa orðið tveir sjálftar yfir stærðinni þrír. Annar þeirra, M3,1 varð kl. 08:10 5,0 km NNA af Grindavík og hinn M3,5 varð kl. 09:07. Staðsetning skjálftans var 5 km NNA af Grindavík. Skjálfarnir í morgun eru því á svæðinu nærri Sundhnjúkagígaröðinni.