Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Órói farið hægt lækkandi
Fimmtudagur 5. desember 2024 kl. 10:15

Órói farið hægt lækkandi

Í nótt var áfram stöðug virkni í gosinu og gosóróin nokkuð svipaður, þó mögulega merki um að óróinn hafi farið hægt lækkandi síðustu þrjá sólarhringa. Virku gígarnir hlaðast áfram upp og rennur hraunflæðið áfram aðallega til suðausturs í átt að Fagradalsfjalli. Framrás hraunjaðarins er þó hæg.

Veðurspáin gerir ráð fyrir norðvestanátt í dag (fimmtudag) og má því búast við að gasmengun berist til suðausturs frá gosstöðvunum.

Sjá nánar á https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og rauntímamælingar á vef Umhverfisstofnunnar www.loftgaedi.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024