Fréttir

Reykjanesbær kaupir skólahúsnæði Keilis
Berglind Kristjánsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir undirrituðu kaupsamning á Grænásbraut 910 á dögunum.
Föstudagur 7. febrúar 2025 kl. 12:22

Reykjanesbær kaupir skólahúsnæði Keilis

Reykjanesbær hefur fest kaup á húsnæði Keilis á Ásbrú. Starfsemi Keilis hefur breyst mikið og hefur ekki haft þörf fyrir allt húsið um nokkurt skeið. Keilir mun starfa áfram í hluta af húsnæðinu fyrst um sinn en Reykjanesbær kemur til með að nýta hluta þess undir margvíslega starfsemi fyrstu árin. Þegar til lengri tíma er litið má gera ráð fyrir að húsnæðið verði nýtt fyrir menntastofnun í Ásbrúarhverfi sem er í örum vexti.

Á næstu vikum munu bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar flytja sig um set í fyrrum húsnæði Keilis. Til stendur að gera endurbætur á núverandi húsnæði starfseminnar á Tjarnargötu 12.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja hyggst leigja aðstöðu fyrir nám í fótaaðgerðafræði og Leikskólinn Drekadalur verður áfram með starfsemi þar til nýja leikskólahúsið við Drekadal verður tilbúið í vor.