Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Samkaup innkalla frosin jarðarber
Mánudagur 19. september 2022 kl. 10:36

Samkaup innkalla frosin jarðarber

Samkaup hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja stöðvað sölu á frosnum jarðarberjum, 1.200 g pakkningum undir merkjum Great Taste, og innkalla vöruna frá neytendum sem keyptu hana í Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni eða Iceland.

Ástæða innköllunar er að efnið omethoate mældist yfir mörkum eins og þau eru skilgreind eru í reglugerð. Matvæli sem innihalda mikið magn þessa efnis eru ekki örugg til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

• Vörumerki: Great Taste

• Vöruheiti: Strawberry

• Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 28.07.2023

• Nettómagn: 1.200 g

• Strikamerki: 5706911001123

• Framleiðandi: Framleitt fyrir Geia Food í Danmörku

• Framleiðsluland: Kína

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.