Samkaup
Samkaup

Fréttir

SI-fjölskyldan veitti styrki á aðventunni
Þorvarður Guðmundsson tekur við styrk til Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum frá SI hjónunum, Kristínu Guðmundsdóttur og Sigurði Ingvarssyni.
Þriðjudagur 31. desember 2024 kl. 06:02

SI-fjölskyldan veitti styrki á aðventunni

SI-fjölskyldan í Garði hefur mörg undanfarin ár fært nokkrum einstaklingum og fjölskyldum úr nærsamfélaginu peningastyrk, sem tilkominn er vegna leiðisljósagjaldsins í Útskálakirkjugarði.

Auk styrkja til einstaklinga færði fjölskyldan Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum/Kompunni nytjamarkaði 250.000 kr. upp í bílakaup. Alls hafa Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum borist styrkir upp á þrjár milljónir króna til bílakaupanna fyrir að gamli bíllinn þeirra gaf upp öndina á aðventunni.

SI-fjölskyldan veitir styrkina ár hvert í minningu um Sigga, son þeirra Sigurðar Ingvarssonar og Kristínar Guðmundsdóttur. Hann glímdi við fötlun allt sitt líf og lést ungur.