Tapaðir þú parketi og eldhúsinnréttingu? Það er fundið!
Bílfarmur af perketi, eldhúsinnrétting, ísskápur, sjónvarp og rúm eru meðal þess sem einhver hefur tapað á ferð sinni um Ósabotnaveg á síðustu dögum.
Á opnu svæði við Gálgaklett má sjá mikinn ruslahaug þar sem framangreint hefur verið skilið eftir.
Ástæða þess að allt þetta rusl er við Ósabotnaveg en ekki í Kölku, þar sem það ætti að vera, er óljós. Hvort það tengist kostnaði við eyðingu, opnunartíma móttökustöðvar eða bara almennum slóðahætti eru spurningar sem ekki fást svör við fyrr en eigandi ruslsins gefur sig fram eða að einhver vísar á hann.
Einhver ætti að kannast við þessa innréttingu með steindu gleri og flottheitum.
Þessi innrétting með steindu gleri er örugglega ekki til í mörgun eintökum. Hver kannast við þessa innréttingu eða veit hvaðan hún kemur?
Ísskápurinn er sem betur fer límdur aftur. Agalegt ef honum hefði verið hent opnum.
Hér má sjá hluta af eldhúsinnréttingunni...
... og Luxor-sjónvarpið sem nú hefur örugglega verið skipt út fyrir flatskjá.
Innan um parket og eldhúsinnréttingu er þetta rúm.