Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Þrjátíu og átta fasteignir skiptu um eigendur í apríl
Laugardagur 16. maí 2020 kl. 17:00

Þrjátíu og átta fasteignir skiptu um eigendur í apríl

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Suðurnesjum í apríl 2020 var 38. Þar af voru 16 samningar um eignir í fjölbýli, 19 samningar um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.221 milljón króna og meðalupphæð á samning 32,1 milljónir króna.

Af þessum 38 voru 25 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 13 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um eignir í sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 886 milljónir króna og meðalupphæð á samning 35,4 milljónir króna.