Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andri Rúnar á lista yfir mögulega atvinnumenn
Miðvikudagur 13. september 2017 kl. 11:01

Andri Rúnar á lista yfir mögulega atvinnumenn

-„Það vilja öll lið bæta við sig manni sem kann að skora mörk“

Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Grindavíkur í knattspyrnu, er einn af tíu leikmönnum Pepsi-deildarinnar sem Fótbolti.net telur líklegt að gætu farið í atvinnumennsku eftir sumarið.

Aðeins fjórar umferðir eru eftir af Pepsi-deild karla, en Andri Rúnar á góða möguleika á því að jafna markametið í efstu deild. „Það vilja öll lið bæta við sig manni sem kann að skora mörk. Þrátt fyrir að vera orðinn 26 ára hljóta félög að horfa til hans,“ er meðal þess sem skrifað er um Andra Rúnar, en hann verður samningslaus eftir tímabilið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024