Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bætir Gibbs markametið?
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 7. október 2020 kl. 09:18

Bætir Gibbs markametið?

– Markametið í næstefstu deild hefur staðið síðan 1976

Ástralinn Joey Gibbs hefur slegið í gegn í framlínu Keflvíkinga í ár. Hann hefur skorað 21 mark þegar þrír leikir eru eftir af mótinu og er ekki langt frá því að ná markametinu í næstefstu deild.

Samkvæmt gögnum á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands kemur fram að Viktor Jónsson skoraði 22 mörk fyrir Þrótt Reykjavík fyrir tveimur árum en það þarf að fara aftur til ársins 1976 til að finna markametið. Það met á Örn Óskarsson sem lék með ÍBV, hann skoraði 25 mörk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar hafa leikið skemmtilegan sóknarbolta í ár og hafa skorað 57 mörk þegar þeir eiga þrjá leiki eftir. Til gamans má geta þess að aðeins einu liði hefur tekist að skora fleiri mörk á einu tímabili. Það var árið 2007, árinu sem liðum var fjölgað í deildinni, að Fjölnir skoraði 61 mark. Þrátt fyrir alla þessa markaskorun endaði Fjölnir í þriðja sæti.