Bygg
Bygg

Íþróttir

Börðust við MMA kappa í Montreal
Vígalegir: Helgi og Björn sóttu sér kunnáttu til Bandaríkjanna.
Þriðjudagur 20. desember 2016 kl. 10:29

Börðust við MMA kappa í Montreal

Á dögunum héldu tveir þjálfarar Keflavíkur í bardagaíþróttum til Bandaríkjanna á námskeið í barna- og unglingaþjálfun. Hnefaleikaþjálfarinn Björn Björnsson og Tae Kwon Do/BJJ þjálfarinn Helgi Rafn Guðmundsson fóru í frægðarför þar sem þeir heimsóttu í leiðinni m.a. frægasta MMA æfingasal í heimi (Tristar MMA gym í Montréal í Kanada) og tókust þar á við MMA kappa. Þá Alex Garcia og Joe Duffy, einn af fáum mönnum sem hefur sigrað Conor McGregor. Helgi og Björn stefna á að setja á fót MMA námskeið strax í janúar á Suðurnesjum. Þjálfararnir segja að í heildina litið hafi þessi reynsla verið þeim mjög góð og ferðin ánægjuleg.

VF Krossmói
VF Krossmói