Grindavík og Njarðvík unnu í Subway-deild kvenna
Grindavík vann öruggan heimasigur á Breiðabliki í kvöld í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, á sama tíma gerði Njarðvík góða ferð á Akureyri sótti sigur gegn Þór.
Grindavík - Breiðablik 102:70
Grindavík náði nítján stiga forystu í fyrsta leikhluta (36:17) og jók forystuna um átta stig í öðrum leikhluta. Staðan í hálfleik því 68:41 og útlitið vænlegt fyrir Grindvíkinga.
Heimakonur slökuðu á í sókninni í seinni hálfeik og gerðu samtals 34 stig gegn 29 stigum gestanna. Öruggur 32 stiga sigur því niðurstaðan.
Þór Akureyri - Njarðvík 65:78
Þórsarar stóðu aðeins í Njarðvíkingum í fyrri hálfleik. Njarðvík náði fjögurra stiga forskoti í fyrsti leikhluta (13:17) og sami munur var í hálfleik (29:33).
Njarðvíkingar bitu frá sér í þriðja leikhluta og stungu heimakonur eiginlega af, gerðu 28 stig gegn sautján stigum heimakvenna.
Síðasti leikhlut var jafn og Þór minnkaði muninn um tvö stig en að lokum var sigur Njarðvíkur þrettán stig.
Njarðvík hefur unnið fjóra leiki í röð og er sem stendur efst ásamt Keflavíksem leikur gegn Haukum annað kvöld.
Nánar verður fjallað um Subway-deild kvenna á vef Víkurfrétta á morgun.