Gunnar hættir sem formaður UMFN
Munu hleypa nýju fólki að
Gunnar Örlygsson mun ekki halda áfram sem formaður kkd. UMFN á næsta tímabili. Bæði hann og varaformaðurinn Bjarki Már Viðarsson hafa tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar og hleypa nýju fólki.
Í tilkynningu á Facebooksíðu félagsins segir að á vakt núverandi stjórnar hafi tekist að auka auglýsingatekjur fèlagsins til muna enda hefur fjöldinn allur af nýjum styrktar- og samstarfsaðilum komið að starfi fèlagsins.
Næsti aðalfundur félagsins verður haldinn 20. febrúar en þá verður kosið til nýrrar stjórnar sem tekur við stjórnartaumum um miðjan maí.