Jonathan Glenn látinn fara frá Keflavík
Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur ákvað á fundi sínum í dag að endurnýja ekki samning við þjálfara kvennaliðs félagsins, Jonathan Glenn, þegar samningi hans lýkur í lok tímabils. Ennfremur óskar stjórn ekki eftir frekara vinnuframlagi frá þjálfara liðsins það sem eftir lifir keppnistímabilsins.
Það er ekki hægt að segja að þessi tíðindi komi á óvart miðað við stöðu liðsins en Keflavík er í neðsta sæti Bestu deildar kvenna með níu stig eins og Fylkir.
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, sem var aðstoðarþjálfari hjá Glenn, mun stýra liðinu fyrst um sinn en stjórn vinnur að því að ganga frá fyrirkomulagi á þjálfarateymi liðsins.