Samkaup
Samkaup

Íþróttir

Karel kjörinn Íþróttamaður Sandgerðis
Fimmtudagur 6. mars 2014 kl. 08:55

Karel kjörinn Íþróttamaður Sandgerðis

Karel Bergmann Gunnarsson var í gær kjörinn Íþróttamaður Sandgerðis fyrir árið 2013. Karel stundar taekwondo með sigursælu liði Keflvíkinga en hann er aðeins á 16 aldursári. Karel hefur stundað íþrótt sína frá unga aldri eða síðan árið 2006. Hann hefur tekið þátt í mótum erlendis og verið afar sigrusæll á stuttum ferli. Á næstunni fer Karel á Heimsmeistaramót unglinga sem haldið er í Tævan, ásamt fleiri Keflvíkingum.

Stutt um árangur Karels:

  • 2007-2011 4 gull og 2 silfur á Bikarmótum
  • 2012  Brons í bardaga á bikarmóti.
  • Silfur á Íslandsmóti í bardaga 2012
  • Brons á Norðurlandamóti 2012.
  • Silfur á Íslandsmóti í paratækni 2012
  • Silfur á Scottish Open 2012.
  • Brons í tækni á bikarmóti.
  • Gull í bardaga á bikarmót  og valinn besti keppandinn í bardaga á einu bikarmótinu.
  • Sigraði minn flokk í bardaga á landsmóti UMFÍ 2012
  • Silfur á Reykjavíkur International 2013
  • Silfur og brons í tækni á bikarmóti.
  • Íslandsmeistari í bardaga 2011 og 2013
  • Þrefaldur bikarmeistari í bardaga og var valinn keppandi mótsins á bikarmóti III 2013
  • Nemandi ársins í Keflavík 2013