Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík með góða útisigra en Grindavík tapaði heima
Brittany Dinkins var stigahæst Njarðvíkinga en hún lék allar 40 mínúturnar gegn Stjörnunni. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 17. nóvember 2024 kl. 07:33

Keflavík og Njarðvík með góða útisigra en Grindavík tapaði heima

Keflavík vann Hamar/Þór og Njarðvík lagði Stjörnuna í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik í gær en Grindvíkingar misstigu sig á heimavelli gegn Tindastóli.

Keflavík og Njarðvík eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar með fjóra sigra og tvö töp en Haukar sitja á toppi deildarinnar með fimm unna leiki.

Grindavík hefur unnið þrjá og tapað þremur líkt og Tindastóll og Hamar/Þór.

Viðreisn
Viðreisn

Stjarnan - Njarðvík 77:89

(23:17, 13:30, 21:17, 20:25)

Tölfræði úr leik Stjörnunnar og Njarðvíkur.

Friðrik Ingi Rúnarsson er að skila góðum árangri með Keflavíkurliðið sem er án lykilleikmanna vegna meiðsla.

Hamar/Þór - Keflavík 74:103

Tölfræði úr leik Hamars/Þórs og Keflavíkur.

(Engin tölfræði úr leik Hamars/Þórs og Keflavíkur var aðgengileg þegar fréttin var skrifuð)

Grindvíkingum gengur ekki nógu vel að finna taktinn í byrjun móts.

Grindavík - Tindastóll 57:68

(14:9, 12:19, 12:24, 19:16)

Tölfræði úr leik Grindavíkur og Tindastóls.