HS Orka
HS Orka

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík með góða útisigra en Grindavík tapaði heima
Brittany Dinkins var stigahæst Njarðvíkinga en hún lék allar 40 mínúturnar gegn Stjörnunni. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 17. nóvember 2024 kl. 07:33

Keflavík og Njarðvík með góða útisigra en Grindavík tapaði heima

Keflavík vann Hamar/Þór og Njarðvík lagði Stjörnuna í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik í gær en Grindvíkingar misstigu sig á heimavelli gegn Tindastóli.

Keflavík og Njarðvík eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar með fjóra sigra og tvö töp en Haukar sitja á toppi deildarinnar með fimm unna leiki.

Grindavík hefur unnið þrjá og tapað þremur líkt og Tindastóll og Hamar/Þór.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stjarnan - Njarðvík 77:89

(23:17, 13:30, 21:17, 20:25)

Tölfræði úr leik Stjörnunnar og Njarðvíkur.

Friðrik Ingi Rúnarsson er að skila góðum árangri með Keflavíkurliðið sem er án lykilleikmanna vegna meiðsla.

Hamar/Þór - Keflavík 74:103

Tölfræði úr leik Hamars/Þórs og Keflavíkur.

(Engin tölfræði úr leik Hamars/Þórs og Keflavíkur var aðgengileg þegar fréttin var skrifuð)

Grindvíkingum gengur ekki nógu vel að finna taktinn í byrjun móts.

Grindavík - Tindastóll 57:68

(14:9, 12:19, 12:24, 19:16)

Tölfræði úr leik Grindavíkur og Tindastóls.