Íþróttir

Ljónin unnu á Ásvöllum
Milka var mikilvægur í kvöld. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 12. október 2023 kl. 21:20

Ljónin unnu á Ásvöllum

Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í kvöld þegar þeir lögðu Hauka í Subway-deild karla í körfuknattleik. Grindvíkingar áttu ekki jafn góðu gengi að fagna á Álftanesi þar sem heimamenn höfðu betur.

Haukar - Njarðvík 86:94

Ljónin létu til sín taka byrjun leiks og náðu níu stiga forystu í fyrsta leikhluta (22:31).

Njarðvíkingar breikkuðu bilið í öðrum leikhluta og leiddu með tólf stigum í hálfleik (39:51).

Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum og að lokum hafði Njarðvík átta stiga sigur.

Þetta er annar sigur þeirra í jafnmörgum leikjum og í kvöld var Dominyk Milka stigahæstur Njarðvíkinga með 24 stig, þá skilaði Maciej Baginski fjórtán stigum af bekknum .

Stigaskorarar Njarðvíkur: Dominyk Milka 24/14/6, Chaz Williams 17/8/13, Maciej Baginski 14/3/1, Luke Moyer 12/1/1, Mario Matasovic 11/4/3, Elías Pálsson 10/1/1 og Carlos Novas Mateo 6/4/0.


Ólafur Ólafsson var öflugur í kvöld.

Álftanes - Grindavík 86:79

Grindavík lenti tíu stigum undir í fyrsta leikhluta (27:17) og í hálfleik var staðan 50:38 fyrir Álftanesi.

Grindvíkingar sýndu klærnar í þriðja leikhluta og minnkuðu muninn í fimm stig (66:61) en heimamenn héldu fengnum hlut í fjórða leikhluta og höfðu að lokum sjö stiga sigur.

Stigaskorarar Grindavíkur: Ólafur Ólafsson 23/11/2, Eandre Kane 22/3/1, Dedrick Basile 14/3/2, Valur Orri Valsson 9/4/7, Kristófer Gylfason 6/10/3, Hilmir Kristjánsson 2/2/2, Magnús Engill Valgeirsson 2/4/0 og Arnór Helgason 1/1/0.


Leikjunum verða gerð nánari skil á vef Víkurfrétta á morgun, föstudag.