Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Markvörður úr Keflavík til reynslu hjá Venezia
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 18. maí 2022 kl. 10:59

Markvörður úr Keflavík til reynslu hjá Venezia

Ásgeir Orri Magnússon, átján ára markvörður úr Keflavík, æfir nú með liði Venezia á Ítalíu í vikutíma.

Ásgeir er fæddur árið 2004 og gekk til liðs við Keflavík í vetur frá Njarðvík. Ásgeir er ungur og efnilegur markvörður en hann lék sem bakvörður lengst af og er tiltölulega nýbyrjaður á milli stanganna.

Á myndinni má sjá Ómar Jóhansson, markmannsþjálfara Keflavíkur, og Ásgeir Orra þegar skrifað var undir samning í vetur. Á innfelldu myndinni er Ásgeri við æfingar hjá Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024