Njarðvík vann Val á útivelli í A-deild Bónusdeildar kvenna
Njarðvíkurkonur fóru í góða kaupstaðarferð í kvöld þegar þær mættu á Hlíðarenda og öttu kappi við Valskonur, lokatölur urðu 80-90 eftir að Njarðvík hafði leidd í hálfleik, 49-53.
Njarðvík bætti í forskotið í þriðja leikhluta og það varð aldrei nokkur spurning um niðurstöðuna, lokatölur eins og áður sagði, 80-90.
Enn og aftur fór Brittany Dinkins á kostum hjá Njarðvík, skilaði heilum 47 framlagspunktum (42 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar). Emile Hesseldal var líka flott, skilaði 28 framlagspunktum (14 stig og 15 fráköst).
Leikurinn hafði mikla þýðingu, Njarðvík var fast í öðru sæti deildarinnar og eftir lokaumferðina 26. mars kemur í ljós hver andstæðingurinn verður í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Áður en til lokaleiksins í deildarkeppninni kemur, mæta Njarðvíkurkonur í Laugardalshöllina í næstu viku og taka þátt í bikarkeppni KKÍ. Þær mæta liði Hamars/Þórs Þ í undanúrslitum.